Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

föstudagur, maí 28, 2004

Ég er pirruð, veit sammt eiginlega ekki afhverju og það gerir mig enþá pirraðri
Jæja þá er maður bara byrjaður að vinna. Þetta er mikil breyting frá þriggja vikna lærdómi. Ég ákvað að taka mér tveggja daga frí og ná í neinkunnirnar mína og skoða prófina. Ég er bara temmilega sátt með þetta, náði öllu, en hefði viljað fá smá hærra í sumu. Ég og Gunna erum að plana ferð til New York :) Hlakka mjög til þess að fara. Já og svo er Helgi að fara út eftir aðeins meira en tvo mánuði, vá hvað tíminn líður hratt. Mig langar svoldið að fara að læra jóga, ég ætla að reyna að fá mömmu mína með í þetta. En ég hef í rauninni ekkert að segja svo ég kveð í bili.

Hildur Þóra

sunnudagur, maí 23, 2004

Þetta var snilldar bekkjarferð, mjög skemmtileg. Þetta er samt svoldið sorglegt að ég mun ekki sjá stóran part af þessu fólki fyrr en næsta vetur.
Nú er ferðinni hinsvegar heitið upp í Gunnarshollt, loksins kemst maður upp í sveit. Já og svo er planið að taka bóklegt bílpróf á föstudaginn kemur, líka loksins.
En ég kveð og ætli maður segi ekki bara gleðilegt sumar

laugardagur, maí 22, 2004

Verður maður einhvertíman jafningi foreldra sinna?

miðvikudagur, maí 19, 2004

Jæja þá er bara eitt próf eftir :) Þetta er alveg æðislegt að vera að klára þessa törn. Og svo er það bara sveitn og góða lofið og sumarið sem tekur við. Svo eru bara nokkrir dagar í sumarbústaðaferðina. Ah ég hlakka svo til.

föstudagur, maí 14, 2004

Áfram Steingrímur!!!
Hann lýsti Davíði Oddssyni snilldarlega í morgun
"gunga og drusla"
Ég hefði gert margt til að fá að vitna þetta

fimmtudagur, maí 13, 2004

Helgi Hóseason samdi þessa vísu en ég man hana ekki alla. Þetta er seinniparturinnn

Kristur skaust til himna
með skít og öllu saman

þriðjudagur, maí 11, 2004

Mig langar í RISK
Ég hef verið að horfa á fréttir núna upp á síðkastið. Það hefur mikið verið talað um meðferð fanga út í Írak. Þetta er svo viðbjóðslegt hvernig farið er með fólkið, hermenn standa með þumlana upp og skælbrosandi við hliðin á stafla af nöktum föngum sem er búið krota á og misþyrama. Já og hann Davíð okkar ásamt allri þjóðinni styrkir þetta. Hvað erum við Íslendingar og stór partur heimsins að hugsa, eru allari orðnir geðveikir? Þetta er ekki normal hvernig við förum með hvort annað. Við erum á góðri leið með að útrýma okkur sjálfum. Sama hvort það er með þessum hætti eða hvernig við förum með umhverfið. Það vita þetta flestir en einginn gerir neitt. Svo er það auðvitað ekki plús að hafa hálvita í stjórnunarstöðu (sbr. Davíð Oddsson). Æ ég er orðin svo pirruð að ég held ég hætti bara að skrifa. Afhverju samt í andskotanum kýs einhver sjálfstæðisflokkinn? Það er það sama og að kjósa sjálfseiðingu þegar Davíð er í broddi fylkingar.
aarrrgggg

föstudagur, maí 07, 2004

Móðir mín, gæskan, á það til að vera svoldið stjórnsöm og því ákváðum við faðir minn að kalla hana næsta klukkutímann guð (með litli géi). Núna er guð í baði.
Það var í miðju spænskuprófi í dag að ég fékk brjálaðar blóðnasir og það fór blóð á gólfið og á prófið og allt fór einhvernvegin í klessu. Þetta er í annað sinn á æfinni sem ég hef fengið blóðnasir þannig að líkurnar voru ekki miklar.
En guð er kominn úr baði og vill fá hjálp við að elda

mánudagur, maí 03, 2004

Jæja þá eru tvö próf af tólf búin. Ég veit ekki hvor á að fagna eða bara halda áfram að læra :) Nei held að maður láti fagnaðarlætin bíða betri tíma. Svo maður vitni nú í hvern einasta kennara á landinu "Námið gengur fyrir". Ég er næstum búin með alla þá dönsku sem ég þarf á æfinni að læra, nema munnlegt próf er á morgun. Ég kveð í bili og fer að einbeita mér að dönskum sögum um stráka sem þora ekki að kaupa smokka (gummy på dansk).