Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Ég er loks komin til lands draumanna, er það ekki annars hér sem óskir manns eru uppfylltar?

Ég kom á föstudaginn eftir langt og leiðinlegt flug. Í vélinni frá Íslandi til Minniappolis sátum við mamma fyrir aftan krakka “skratta” sem foreldrarnir réðu ekkert við. Þeir slöppuðu hinsvegar af þegar þeir fendu íþróttaáfs-fæði sem Magnús Scheving býður upp á í flugleiðavélum. Þetta átu krakkarnir í bökkum merktum sportacusi (á ensku) í bak og fyrir, borðið fyrir framan mann var svo þaulmerkt símanum. Ég byrja ávallt að kroppa af símaauglýsinguna en kemst samt aldrei langt en ætlast til að sá sem sest í þetta sæti á eftir mér haldi verkinu áfram. Miðinni kostar nógu fjandi mikið að maður þurfi ekki að sitja með auglýsingar fyrir framan sig allt flugið.

Hingað komst ég þó þrátt fyrir endalaust flæði auglýsinga bæði í vélinni og á flugvöllunum. Það er ekki enþá komið í ljós hvað ég mun taka mér fyrir hendur, en ég stefni á að fara í janúar í tíma í fatasaum. Svo jafnvel að reina að ná betri tökum á spænskunni.

Ég kveð

Hildur Þóra

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home