Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

mánudagur, júlí 28, 2008


Það er svo gott að vera í fríi !!! Ég fór á sjóinn í vikunni og við fylltum rúmlega eitt og hálft kar af þorski. Ég sótti líka um að fara á torfhleðslunámskeið í september og ég vona að það verði af því. Núna sit ég með kalda stellu á frakkarstígnum, hlusta á thriller og les Hellahandbókina. Sumarið er gott, áberandi betra en veturinn.

laugardagur, júlí 19, 2008

Ég hef tvisvar byrjað á bloggfærslu og svo í miðjum klíðum rifið tölvuna óvart úr sambandi og allt týnst.

Sumir eru merkilegri en aðrir. Í kvöld sat ég meðal fólks sem mér þykir falla í hóp með merkilegu fólki. Það var afmæli Vilborgar Dagbjartsdóttur, sem er með skemmtilegri konum sem ég þekki. Meðal gesta var Guðbergur Bergsson og vinur hans Salinas. Þar var líka Jón Ásgeirsson sem samdi lagið við eitt af mínum uppáhalds lögum, Maistjarnan. Það er oft gaman að halda bara kjafti og hlust á góðar samræður án þess að taka þátt í þeim.

En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar einíngarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.

sunnudagur, apríl 27, 2008

"Það er sársaukafull tilvera að vera ljóðskáld"

Þetta sagði gestakennari sem kom og kenndi okkur einn tíma í fílunni. Þetta var ekki grín, hann meinti það innilega að það að vera ljóskáld væri frekar aumt líf.

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Rita Pavone er æðisleg, bara ef það væri einhver tónlistarmaður í dag sem kæmist nálægt þessari einstöku sviðsframkomu!!!



Mjög töff kona

mánudagur, mars 24, 2008

Ég hef ekki skrifað neitt inn á þessa síðu í langan tíma og flestir búnir að eyða mér út af vinalistum. En hvað um það, ég læt samt vaða.

Á hverjum páskum minnist fjölskilda mín þess þegar Jakob bróðir minn var 10 ára og fékk í páskaegginu sínu málshátt sem þótti svo merkilegur að hann komst í hádegsisfréttirnar daginn eftir. Þetta var árið 1982 (ég því miður ekki viðstödd) í mat hjá afa og ömmu. Allir fá egg eftir matinn og málshættir lesnir upp. Jakob les sinn málshátt sem hljóðar svo:

“Ungan skal jarlinn herða”.

Eins og margir 10 ára krakkar skildi hann ekki málsháttinn og spurði afa hvað hann þýddi, afi veit ekki alveg hverju hann á að svara barninu og stendur því upp, nær í bósasögu og segir drengnum að hafja lestur.

Hér er kafli úr fyrsta hluta Bósa sögu:


"Hví ferr þú hingat?" sagði hún.

"Því, at mér var eigi hægt þar, sem um mik var búit," ok kveðst því vilja undir klæðin hjá henni.

"Hvat viltu hér gera?" sagði hún.

"Ek vil herða jarl minn hjá þér," segir Bögu-Bósi.

"Hvat jarli er þat?" sagði hún.

"Hann er ungr ok hefir aldri í aflinn komit fyrri, en ungan skal jarlinn herða."


Hildur Þóra

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Ég er loks komin til lands draumanna, er það ekki annars hér sem óskir manns eru uppfylltar?

Ég kom á föstudaginn eftir langt og leiðinlegt flug. Í vélinni frá Íslandi til Minniappolis sátum við mamma fyrir aftan krakka “skratta” sem foreldrarnir réðu ekkert við. Þeir slöppuðu hinsvegar af þegar þeir fendu íþróttaáfs-fæði sem Magnús Scheving býður upp á í flugleiðavélum. Þetta átu krakkarnir í bökkum merktum sportacusi (á ensku) í bak og fyrir, borðið fyrir framan mann var svo þaulmerkt símanum. Ég byrja ávallt að kroppa af símaauglýsinguna en kemst samt aldrei langt en ætlast til að sá sem sest í þetta sæti á eftir mér haldi verkinu áfram. Miðinni kostar nógu fjandi mikið að maður þurfi ekki að sitja með auglýsingar fyrir framan sig allt flugið.

Hingað komst ég þó þrátt fyrir endalaust flæði auglýsinga bæði í vélinni og á flugvöllunum. Það er ekki enþá komið í ljós hvað ég mun taka mér fyrir hendur, en ég stefni á að fara í janúar í tíma í fatasaum. Svo jafnvel að reina að ná betri tökum á spænskunni.

Ég kveð

Hildur Þóra

fimmtudagur, september 21, 2006

Hildur hefur ekki bloggað síðan á Eiðum ´76

ég vona aðþetta sé ekki lýsandi fyrir hennar þáttöku í hæstaréttum, á Eiðum

NEHEI

nihilist með meiru

lofar miklu

mögnuðu

magnþrungnu

óviðjafnanlegu

bloggi


(nú er ég búin að búa til trylltar væntingar hjá ykkur sem kannski munu bregðast, kannski ekki. þið lærið kannski að það eru mikilvægari hlutir í lífinu en að fylgjast með bloggi vinar síns og æsast yfir færslum. hittiði hana bara oftar, það er líka miklu skemmtilegra.)

netheimurinn er svo firrtur

Sindri