Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Ég fór á Þjóðarbókhlöðuna um helgina, það er varla frásögufærandi nema það að á leiðinn upp stigann þá heyrðum við Gunna í manni um þrítugt tala hátt í símann, hann var frekar æstur og þetta var það sem hann sagði: "Ef konan vill fá bílinn þá segirðu henna bara upp" Og ég get fullvissað ykkur að þessi maður meinti það sem hann var að segja.

föstudagur, febrúar 25, 2005

Ég er búin að vera að lesa Veröld Soffíu eftir Jostein Gaarder. Þetta er bara nokkuð góð bók, ég er reyndar bara hálfnuð (þetta er 500 síðna bók) Ég mæli allaveg með fyrrihelmingnum.
Svo vil ég bölva Jakobi Magnússyni og dóttur hans, þið eruð kjánar. Hverjum er ekki sama þótt að hún hafi verið pissfull og ekki komið á réttum tíma á ball !

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Ég sá þetta á síðunni hans Braga (ekki Braga úr Z-unni)
verslunarmaður = búðlingur
Þetta er besta nýirði sem ég hef séð lengi, hvet fólk til að þrýsta á orðabókarútgefendur og koma þessu inn í þau miklu bókmenntaverk svo fleiri geti notið þess.

mánudagur, febrúar 21, 2005

Ég heyrði tvær stelpur fyrir aftan mig í spænsku í seinustu viku vera að tala um bækur og hvaða bækur ættu heima inn í námsskrá:

Stelpa1: Sko ég skil ekki afhverju við erum að lesa þetta

Stelpa2: Já ég veit, ég meina afhveju lesum við ekki bara e-ð skemmtilegt

Stelpa1: Já einmitt en hvað?

Stelpa2: Æ, ég veit það ekki, bara e-ð annað, e-ð skemmtilegt

Stelpa1: Skil hvað þú meinar, heyrðu mér finnst að það ætti t.d að vera skilda að lesa ævisögu Marilyn Monroe

Stelpa": Já ekki spurning, hefurðu lesið hana?

Stelpa2: Nei, en hún er samt örugglega skemmtileg