Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

föstudagur, mars 18, 2005

Höfnum stríði þann 19. mars 2005

Sú mótmælahreyfing sem reis í aðdraganda Íraksstríðsins og eftir að það hófst, á sér fáar hliðstæður í stjórnmálasögunni. Þótt stríðið nyti víða um lönd stuðnings stærstu stjórnmálaflokka og mikinn einhliða áróður stjórnvalda í flestum stærstu fjölmiðlum, tóku milljónir þátt í mótmælaaðgerðum um heim allan. Áberandi var hversu mikil þátttaka ungs fólks var í baráttuhreyfingunni gegn Íraksstríðinu. Þess sá meðal annars stað í geysifjölmennum aðgerðum í Lundúnum og fleiri stórborgum vestan hafs og austan.

Friðarhreyfingin er í eðli sínu alþjóðleg og síðustu misserin hefur verið lögð aukin áhersla á að friðarsinnar í ólíkum löndum stilli saman strengi sína og reyni að skipuleggja aðgerðir á sömu dögum - til að hámarka áhrifamátt þeirra. Langt er síðan ákveðið var að laugardagurinn 19. mars skyldi vera slíkur alþjóðlegur baráttudagur.

Friðarsinnar munu safnast saman á Ingólfstorgi kl. 14:00 undir slagorðinu "Höfnum stríði!"


Ég mun því miður ekki mæta á Ingólfstorg, ég mun í staðinn ganga til Bloombergs major og mótmæla hástöfum í Central Park

þriðjudagur, mars 15, 2005

Þetta var alveg frábær helgi, bara eins sú skemmtilegasta í langan tíma. Eftir skóla á föstudaginn var ferðinni heitið til Hellu í bústað með bekknum, þetta tókst bara mjög vel og allir voru bara nokkuð sáttið, ekki mikið um skandala og allir héldu sig á mottunni. Svo var laugardagurinn bara frekar rólegur, fólkið vaknaði snemma og ég var komin heim svona 1-2. Um kvöldið var svo Morfís þar sem MR tapaði (átti það virkilega skilið þar sem FB-ingar stóðu sig snilldar vel). Svo var bara farið snemma að sofa :) Svo á Sunnudaginn héldum við Humi upp á afmælið okkar, sem er árlegur viðburður ;) Það heppnaðist ekkert smá vel, samansafn af frábæru fólki. Humi gaf mér mynd sem hann málaði, ekkert smá flotta, þetta er örugglega ein sú besta gjöf sem ég hef fengið. Svo fór ég heim, þetta var nebblega hjá Huma, og sofnaði. Helgi búin

Hildur Þóra
já og ég fer til New York á morgun eftri skóla

þriðjudagur, mars 08, 2005

Það komin mars, vá hvað tíminn líður hratt. Um helgina voru kommúnupælingar í gangi, við erum búin að sjá eina íbúð á Freyjugötunni sem er örugglega fín. Við Ragnar og Helgi ætlum að gera þetta en Dóri er ekki ákveðin. Þetta á samt eftir að verða alveg brjálað gaman, koma beint heim úr bænum af djamminu, búa ein með frábæru fólki, gerist þetta betra? Nibbs varla.
Ykkur er fyrirfram boðið í heimsókn þegar ég verð flutt þangað :)