Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Ég bara verð að sýna ykkur þetta.
Það er bara alveg út í hött hvað fólk er farið að skíra börnin sín. Núna virðist mín hugmynd bara nokkuð eðlileg en það er strákurinn Þröskuldur :)

sunnudagur, janúar 02, 2005

Ég er hætt að blogga, allavega í bili

Ég hef aldrei litið á gamlárskvöld sem einhvern gleðidag, alveg síðan ég var lítil þá hefur mér þótt þessi dagur og hvað hann merkir frekar sorglegt. Lagið “Nú árið er liðið í aldannarskaut og aldrei það kemur til barka” var nánast eins og jarðarfararlag í mínum eyrum. Orðin “og aldrei það kemur til baka” fóru mjög fyrir brjóstið á mér, þetta var bara sorlegt og ég fékk oft tár í augun. Gamlárskvöld er ein heljarinnar jarðarför þar sem sungið er lag til að ítraka að það sem kvatt er muni ALDREI koma til baka. Öll fjölskildan saman komin til að kveðja liðna tíma, afhverju er þetta einhver tími til að gleðjast?

Hildur Þóra