Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Ómega er eitt það viðbjóðslegasta og ógeðslegasta sjónvarpsefni sem ég hef séð.

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Jæja, bara seinasti skóladagurinn á morgun. Hálfnuð með menntaskólann. Vá hvað þetta er búið að vera fljót að líða. Það á bara að vera fínerí á morgun allir að mæta með kökur og sådann og Jóelinn mætir með mjólkina.
Ég hlakka til að komast í sumarfrí, fara upp í sveit í góða loftið og lesa biblíuna. En það er takmark mitt í sumar að klára hana eða komast vel á veg í henni. Ég vil sjá allar þessar vitnanir sem alltað er verið að tala um, þ.e. hommar og lessur hafi ekki tilvistarrétt og svoleiðis kjaftæði.
Strax eftir prófin mun ég svo fara og skrá mig úr þjóðkirkjunni og gefa blóð. Þetta tvennt flokka ég sem góðverk.

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Það er allt að verða brjálað. Prófin að byrja og maður er bara að taka þessu rólega og spila Risk. Ég var með svo mikið samviskubit yfir því að vera ekki að læra fyrir kvöldmat að ég tók til eftir matinn og þreif allt eldhúsið. Ásamt því að búa til eftirmat handa foreldrum mínum. Svo tók bara námið við, ég las um hana elskulegu Babette og inn í það blandaðist skipting frumna.
Kveð að sinni góð fólk (ég er ekki að kalla sjálfa mig fólk) og hafið góða nótt. Ég hef ákveðið að sofna við Led Zeppelin.

mánudagur, apríl 26, 2004

Það er allt svo flókið. Stundum heldur maður að hlutirnir ætli loksins að ganga upp en þá fer allt aftur í vitleysu. Þetta dregur bara úr manni viljan til að reyna e-ð meir, því að vaður veit að þetta gengur ekkert.

sunnudagur, apríl 25, 2004

Risk var háð í gær eða í nótt, því lauk um hálfþrjúleitið. Þetta var frekar gott spil. En toppurinn var nú samt þegar Helgi át einn Risk kallinn. Mjög findið. En ég kveð, mamma er að baka pönnukökur.

föstudagur, apríl 23, 2004

Það gerist ávallt e-ð sniðugt í strætó. Í dag var ég á leiðinni heim og fyrir framan mig sat kona og einhver stelpa sem var að fara að taka samræmdu prófin. Þær fóru svo að tala um val á framhaldsskólum, stelpan var búin að ákveða að fara annaðhvort í MR eða MH. Þá byrjaði konan að tala og hafði sterka skoðum á því hvor væri betri og samkvæmt henni var MH bestur. Þar gæti stelpan geislað og notið sín og jafnvel klárað námið á þremur árum, en í MR þar gerðu kennararnir ekkert annað en að kenna endalaust og þetta væti allt svo hreint og beint þar. Seinna í umræðunni komst ég að því að þessi kona var kennari í MH. Hún dissaði félagslífið og var bara með e-ð blaður. Hvað er að því að kennarar kenni?
En ef ég ætti í dag að velja milli MR og MH myndi ég líklega velja MH. En þar sem ég er í frábærum bekk ætal ég bara að halda áfram að láta kennarana kenna mér í MR.

Man einhver eftir teiknimyndunum með Hlöðver Grís (onk onk)?

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Ég varð tímabundið litblind áðan, ég var út í sólinni og svo þegar ég kom inn og leit á tölvuskjáinn minn sá ég varla muninn á grænum og rauðum.
Já og ég er mjög sátt að Guðrún er ekki mamma mín.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Það verður engin kommúna.
Ég var líka að pæla í því hvað það væri geðveikt að eiga barn alveg sjálfur og mega svona móta skoðanir þess. Bara svona prófa. Maður gæti fyllt höfuðið á því af röngum upplýsingum, óraunhæfum og algerlega stoðlausum skoðunum og bara leyft því að hlusta á austurríska þjóðlagatónlist. Kanski yrði það geðveikt. En maður væri bara að prófa.
Ææ. Er Hildur í fílu. Bla bla bla. Gunna á ekki bloggið með mér lengur. -Bíddu, æ æ , afhverju er ég þá inni á því núna. AHahahahahahaha.
Ég þekki engan sem heitir Jón, á þetta ekki að vera algengasta nafnið á Íslandi?

mánudagur, apríl 19, 2004

Fyrir þá sem eru eins og Helgi þá æla ég að segja ykkur að ef þið klikkið á "Fill out your answer and try it" þá getið þið einnig gert þetta. Ég er að tala um hvað þú vast í seinna lífi.
Ég held að ég hafi aldrei sofnað svona mörgum sinnum á einum degi en ég sofnaði 3 sinnum, ekkert lengi mest hálftíma. Ég er farin að hafa áhyggjur af kommúnunni, þ.e. fjárhaginum. Maður þyrfti að þéna svo mikið á mánuði, það er leiga, rafmagn, vatn, matur, "sápur" og svo safnast þetta upp. En á móti kemur að þetta deilist á fjóra. Ég ætla að kveðja að sinni og leita á vit stærðfræðinnar.

laugardagur, apríl 17, 2004

Þetta pakk á sama afmælisdag og við Ragnar (Humi)

Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir 17. mars 1986
Birgir Gylfason 17. mars 1986
Daníel Björn Finnbogason 17. mars 1986
Emil Þór Guðjónsson 17. mars 1986
Gerður Anna Lúðvíksdóttir 17. mars 1986
Hildur Þóra Sigurðardóttir 17. mars 1986
Hrafn Hlynsson 17. mars 1986
Jóhann Eðvarð Hjálmarsson 17. mars 1986
Jón Sindre Lahaug 17. mars 1986
Páll Helmut Guðjónsson 17. mars 1986
Páll Sverrir Vilhjálmsson 17. mars 1986
Ragnar Jón Ragnarsson 17. mars 1986
Sigurbjörn Vopni Björnsson 17. mars 1986
Sigurjón Rúnarsson 17. mars 1986


föstudagur, apríl 16, 2004

Ég lýsi því hér með yfir að Guðrún Elsa á eki lengur þetta blogg með mér.
Stærðfræðitímarnir í 4-Z eru orðnir bara nokkuð skemmtilegir. Hann Jóel okkar er að fara á kostum. Í dag var hann spurður hinna ýmsu spurninga og svaraði þeim öllum. Ég ætla að nefna nokkara þerra spurninga sem hann var spurður hér:
1. Hefurðu reiknað í annarlegu ástandi?
2. Hvernig segir maður ég er óléttur á þýsku?
3. Hefurðu farið í partý til Birgis (kennari við skólann)?
4. Hvar keypturðu þessa peysu?

Nú nýlega var strætógjaldið hækkað sem ég hef því miður ekki tíma til núna að lýsa óánægju minni á. Í strætó í dag borgaði ég enis og vant er og settist í sæti, á eftir mér kom maður sem var frekar drukkinn og spurði hvort hann fengi ekki að fljóta með, jú jú segir strætóbílstjórinn og hann fer inn á þess að borga. Þessi maður fær pening frá ríkinu hvort sem það er örorka eða atvinnuleysisbætur, ekki ég. Ég borga fullt gjald á meðan fyllibitta fær pening frá ríkinu til að stunda drykkju og fríar samgöngur. Þetta er út úr Q. Ég er ekki að sakas við manninn, heldur bara að nöldra svona yfirleit.

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Ég stakk upp á því í dag að kommúnu meðlimir myndu aðeins lifa á grænmeti og pasta og að öllu kjöti yrði sleppt. En því miður þá tók Helgi illa í það, svo ég tal það ólíklegt að þessi hugmynd verði samþykkt. Ákveðið var hins vegar að búa til okkar eigið Risk og hafa það bara á sér borði í stofunni, sú tillaga var samþykkt með einróma samþyki.
Maður verður bara spenntur við að skrifa þetta, þetta verður brjáluð kommúna :)

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Ég mæli með þessari síðu
http://www.cecm.sfu.ca/pi/pi.html

mánudagur, apríl 12, 2004

Gerpla á afmæli í dag og Nóra á afmæli á miðvikudaginn
Mig dreymdi í nótt að ég væri ólétt og vampíra væri að elta mig og ætlaði að bíta barnið mitt. Ef einhver veit hvað þetta þýðir, þá má skrifa það á nýja commentið mitt :)
Ég spilaði Risk í dag, og það er bara mjög skemmtilegt spil. Ég hafði aldrei áður spilað það, nema þegar ég var lítil en þá spilaði ég við mig sjálfa og vann þar af leiðandi oft.

Yfirlýsing dagsins er: Ég setti Comments á alveg sjálf

sunnudagur, apríl 11, 2004

Ég týndi sokkunum mínum í kvölkd. Svona gerist stundum. Það er efriðara að skrifa á lykklaborðið
Bæjó

laugardagur, apríl 10, 2004

Nei sagði hann og fór

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Afhverju þarf allt að vera svona flókið?
Það er eins og allir hafi farið fram úr mér

Yfirlísing dagsins er: engin

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Maður hefur oft heyrt spurninguna Hver er tilgangur lífsins? Ég hef ekki plæt mikið í þessari spurningu, því það eina sem kemur upp í hugan er að það er eingin helvítis tilgangur með þessu lífi. Hver ætti hann svo sem að vera? Svo maður vitni í The Hitchhikers guide þá er svarið við u.þ.b. þessari spurningu 42. Við erum að útrýma okkur sjálfum, við erum þáttakendur í einu stóru fjöldamorði.

http://users.aristotle.net/~diogenes/meaning1.htm

En maturinn er til

Yfirlýsing dagsin er: Ég ætla að lesa biblíuna í sumarfríinu

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Ég tel mig geta fullyrt að heimurinn, líf mitt og annarra væri allt öðruvísi ef ekki væri til tónlist. Betri eða verri, ég þori ekki að segja.

Ég hef verið með Hallelujah með Nick Cave og Babe I´m gonna leave you með led Zeppelin á repete núna í nokkra daga og þetta er snilldar lög, hvet ykkur öll til að hlusta á þau.

Frændi minn sagði fyrir nokkrum dögum að hann gæti lifað góðu lífi ef aðeins væri til tónlist með Bob Dilan og ég er alls ekki sammála honum og lít á það sem næstum það sama og að útrýma tónlist.

En ég kveð

mánudagur, apríl 05, 2004

Svarti kassinn í flugvélum lifir öll slys af, af hverju er flugvélin sjálf ekki gerð úr sama efni ?
Ef maísolía er gerð úr maís og olívuolía úr olívum, hvernig er því háttað með barnaolíuna ?

Þetta fann ég á síðu litlu frænku minnar sem er í fjórða bekk, mjög skemtileg síða og hér er síða litla bróður hennar sem er í öðrum bekk
Ég er komin heim og sé að hún Guðrún mín hefur ekki en skrifað. Ég nenni ekki að segja mikið frá ferð minni, en ætli maður segi samt ekki nokkur orð. Ég lifði á pítsum og pasta, það er alltaf verði að vellta manni upp úr því hvað Ítalir séu magnaðir kokkar, en ég var ekki vör við neina stórkostlega matargerð, ekki það að hún hafi verið vond, bara ekki eins góð og sagt hefur verið. Ég horfði á tvo fótboltaleiki. Ég fór á söfn. Ég skemmti mér bara nokkuð vel og gæti hugsað mér að búa þarna. Ég var ekkert heilluð upp úr skónnum, en þetta var einhvernvegin þægilegur staður. Ég fæ måske Gunnu til að búa þarna með mér einhvern daginn. En nóg um þessa ferð.

Nei Borgó vann ekki, munaði samt litlu. Ég hélt með Versló og er því frekar sátt með úrslitin. Gunna gerði það líka og höfum við góða ástæðu. Þar sem ástæðan fæli í sér að tala þyrfti niðrandi um ákvðna persónu ætla ég ekki að skýra hana meir.

Ég hef komist að því að fermingarveislur eru þær leiðinlegustu af öllum þeim veislum sem mér hefur verið boðið í. Það er alltaf mynd af krakkanum upp um öll borð og veggi og svo gengur myndaalbúm af sama krakkanum fram og til baka svo að allir gestir geti virt það fyrir sér bæði á mynd og LIVE, svo maður sletti aðeins. Svo ef þetta er extra leiðinleg veisla eru plaggöt af því til að það fari örugglega ekki fram hjá þér að það er þessi manneskja sem verið er að ferma.

Yfirlýsing dagsins er: Englendingar hafa sameinast um að brjóta umferðarlögin og fengið möltumenn með sér í þessa vitleysu