Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

mánudagur, apríl 05, 2004

Ég er komin heim og sé að hún Guðrún mín hefur ekki en skrifað. Ég nenni ekki að segja mikið frá ferð minni, en ætli maður segi samt ekki nokkur orð. Ég lifði á pítsum og pasta, það er alltaf verði að vellta manni upp úr því hvað Ítalir séu magnaðir kokkar, en ég var ekki vör við neina stórkostlega matargerð, ekki það að hún hafi verið vond, bara ekki eins góð og sagt hefur verið. Ég horfði á tvo fótboltaleiki. Ég fór á söfn. Ég skemmti mér bara nokkuð vel og gæti hugsað mér að búa þarna. Ég var ekkert heilluð upp úr skónnum, en þetta var einhvernvegin þægilegur staður. Ég fæ måske Gunnu til að búa þarna með mér einhvern daginn. En nóg um þessa ferð.

Nei Borgó vann ekki, munaði samt litlu. Ég hélt með Versló og er því frekar sátt með úrslitin. Gunna gerði það líka og höfum við góða ástæðu. Þar sem ástæðan fæli í sér að tala þyrfti niðrandi um ákvðna persónu ætla ég ekki að skýra hana meir.

Ég hef komist að því að fermingarveislur eru þær leiðinlegustu af öllum þeim veislum sem mér hefur verið boðið í. Það er alltaf mynd af krakkanum upp um öll borð og veggi og svo gengur myndaalbúm af sama krakkanum fram og til baka svo að allir gestir geti virt það fyrir sér bæði á mynd og LIVE, svo maður sletti aðeins. Svo ef þetta er extra leiðinleg veisla eru plaggöt af því til að það fari örugglega ekki fram hjá þér að það er þessi manneskja sem verið er að ferma.

Yfirlýsing dagsins er: Englendingar hafa sameinast um að brjóta umferðarlögin og fengið möltumenn með sér í þessa vitleysu

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home