Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

föstudagur, apríl 23, 2004

Það gerist ávallt e-ð sniðugt í strætó. Í dag var ég á leiðinni heim og fyrir framan mig sat kona og einhver stelpa sem var að fara að taka samræmdu prófin. Þær fóru svo að tala um val á framhaldsskólum, stelpan var búin að ákveða að fara annaðhvort í MR eða MH. Þá byrjaði konan að tala og hafði sterka skoðum á því hvor væri betri og samkvæmt henni var MH bestur. Þar gæti stelpan geislað og notið sín og jafnvel klárað námið á þremur árum, en í MR þar gerðu kennararnir ekkert annað en að kenna endalaust og þetta væti allt svo hreint og beint þar. Seinna í umræðunni komst ég að því að þessi kona var kennari í MH. Hún dissaði félagslífið og var bara með e-ð blaður. Hvað er að því að kennarar kenni?
En ef ég ætti í dag að velja milli MR og MH myndi ég líklega velja MH. En þar sem ég er í frábærum bekk ætal ég bara að halda áfram að láta kennarana kenna mér í MR.

Man einhver eftir teiknimyndunum með Hlöðver Grís (onk onk)?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home