Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

föstudagur, apríl 16, 2004

Ég lýsi því hér með yfir að Guðrún Elsa á eki lengur þetta blogg með mér.
Stærðfræðitímarnir í 4-Z eru orðnir bara nokkuð skemmtilegir. Hann Jóel okkar er að fara á kostum. Í dag var hann spurður hinna ýmsu spurninga og svaraði þeim öllum. Ég ætla að nefna nokkara þerra spurninga sem hann var spurður hér:
1. Hefurðu reiknað í annarlegu ástandi?
2. Hvernig segir maður ég er óléttur á þýsku?
3. Hefurðu farið í partý til Birgis (kennari við skólann)?
4. Hvar keypturðu þessa peysu?

Nú nýlega var strætógjaldið hækkað sem ég hef því miður ekki tíma til núna að lýsa óánægju minni á. Í strætó í dag borgaði ég enis og vant er og settist í sæti, á eftir mér kom maður sem var frekar drukkinn og spurði hvort hann fengi ekki að fljóta með, jú jú segir strætóbílstjórinn og hann fer inn á þess að borga. Þessi maður fær pening frá ríkinu hvort sem það er örorka eða atvinnuleysisbætur, ekki ég. Ég borga fullt gjald á meðan fyllibitta fær pening frá ríkinu til að stunda drykkju og fríar samgöngur. Þetta er út úr Q. Ég er ekki að sakas við manninn, heldur bara að nöldra svona yfirleit.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home