Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

þriðjudagur, mars 15, 2005

Þetta var alveg frábær helgi, bara eins sú skemmtilegasta í langan tíma. Eftir skóla á föstudaginn var ferðinni heitið til Hellu í bústað með bekknum, þetta tókst bara mjög vel og allir voru bara nokkuð sáttið, ekki mikið um skandala og allir héldu sig á mottunni. Svo var laugardagurinn bara frekar rólegur, fólkið vaknaði snemma og ég var komin heim svona 1-2. Um kvöldið var svo Morfís þar sem MR tapaði (átti það virkilega skilið þar sem FB-ingar stóðu sig snilldar vel). Svo var bara farið snemma að sofa :) Svo á Sunnudaginn héldum við Humi upp á afmælið okkar, sem er árlegur viðburður ;) Það heppnaðist ekkert smá vel, samansafn af frábæru fólki. Humi gaf mér mynd sem hann málaði, ekkert smá flotta, þetta er örugglega ein sú besta gjöf sem ég hef fengið. Svo fór ég heim, þetta var nebblega hjá Huma, og sofnaði. Helgi búin

Hildur Þóra
já og ég fer til New York á morgun eftri skóla

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home