Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

mánudagur, mars 24, 2008

Ég hef ekki skrifað neitt inn á þessa síðu í langan tíma og flestir búnir að eyða mér út af vinalistum. En hvað um það, ég læt samt vaða.

Á hverjum páskum minnist fjölskilda mín þess þegar Jakob bróðir minn var 10 ára og fékk í páskaegginu sínu málshátt sem þótti svo merkilegur að hann komst í hádegsisfréttirnar daginn eftir. Þetta var árið 1982 (ég því miður ekki viðstödd) í mat hjá afa og ömmu. Allir fá egg eftir matinn og málshættir lesnir upp. Jakob les sinn málshátt sem hljóðar svo:

“Ungan skal jarlinn herða”.

Eins og margir 10 ára krakkar skildi hann ekki málsháttinn og spurði afa hvað hann þýddi, afi veit ekki alveg hverju hann á að svara barninu og stendur því upp, nær í bósasögu og segir drengnum að hafja lestur.

Hér er kafli úr fyrsta hluta Bósa sögu:


"Hví ferr þú hingat?" sagði hún.

"Því, at mér var eigi hægt þar, sem um mik var búit," ok kveðst því vilja undir klæðin hjá henni.

"Hvat viltu hér gera?" sagði hún.

"Ek vil herða jarl minn hjá þér," segir Bögu-Bósi.

"Hvat jarli er þat?" sagði hún.

"Hann er ungr ok hefir aldri í aflinn komit fyrri, en ungan skal jarlinn herða."


Hildur Þóra

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home