Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

sunnudagur, júní 06, 2004

Aftur er helgin á enda og var þetta bara allgóð helgi. Ég skellti mér ásamt mömmu í leikhús að sjá Rómeó og Júlíu. Þetta var brjálað góð sýning og Rómeó nú ansi glæsilegur. Á laugardagskveldið fór ég á Kaffi Cultur og þar var maður með gítar að halda uppi stemningunni og tókst honum það mjög vel til en af einhverri ástæði var ákveðið að pilla sig burt og í því fólgst að fara fótgangandi lengst út á nes, eða rétt hjá Nesstofu. Þetta var langur gögutút. Þegar áfangastaði var náð var þetta margumtalaða partí á enda. Jæja þá er það bara að koma sér heim. Og það tókst, hann Arnljótur fann einhvern strák/mann til að skuttlast með okkur, og mun ég vera honum ævinlega þakklát. Þetta var fínasta helgi og nú brunar maður austur á vit ævinntýranna.

Hildur Þóra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home