Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Ég flæki mig daglega í hurðarhúnum og oft kemur það fyrir að ég losa aðra höndina og þá er hin föst. Ég flæki mig líka í mínum eigin fötum, það er þó ekki eins algengt, dæmi um það er að hægri fótur festist í vinstri skálm, hægri fótur leitar niður á við og dregur þá finstri fót og skálm líka niður og svo fylgir búkur. Þetta endar ávallt með marbeltti. Ég heiri líka oft á dag "Hildur viltu passa þig" (með áhveslu á Viltu), þegar ég geng á húsgögn sem eru fyrir mér. Borð í sömu hæð og mjöðmin á mér eru einn minn versti óvinur.
Hildur Þóra

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home