Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

miðvikudagur, september 28, 2005


Ég er búin að ná mér í þessa nýrri gerð af bloggi og hvaða hvaða hér er bara hægt að setja inn myndir af vild, það er aldeilis. En þetta er nú hann bróðir minn Broddi og konan hans Catheren. Þau giftust núna í september og fá þann heiður að vera fyrsta myndin á blogginu mínu.

þriðjudagur, september 27, 2005

Það fer afar í taugarnar á mér þegar strákar/karlmenn tala um sig sem "kadlinn" t.d. "kadlinn er ekki sáttur" eða "Hvað haldið þið að kadlinn hafi gert í gær". Hættið þessu!
Það er alltaf gaman að finna í inn í skáp hluti sem göfugt frændfólk mitt hefur gefið mér í gegnum tíðina, þetta eru oft hlutir sem maður kunni ekki að meta á sínum tíma en nú eru þeir hin mesta gersemi. Sem dæmi má nefna er að ég fann bók sem Guðrún H. gaf mér um kínverska speki og í henni stendur meðal annars:

Temdu
þér stillingu,
sem minnst umsvif;
njóttu þess að hafna,
og sjáðu hið mikla
í hinu smáa,
fjölskrúð
í því fábrotna