Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

þriðjudagur, október 26, 2004

Um daginn fór ég í Hagkaup og þar var mamma með lítin strák, kanski svona 7-8 ára, strákurinn var e-ð að væla eða var e-ð ósáttur með lífið, mamman var nú ekki sáttar og greyp fast í srákinn og kreisti á honum hendina og sagði (ath bein tilvitnun) "ef þú hættir þessu ekki þá hringi ég á lögregluna og læt hana berja þig" Svo fór hún út úr búðinni og ég sá ekki meir. Reyndi samt að hlusta eftir sírenuhlóði.

Hlustum á Janis Joplin, Me and Bobby McGee

mánudagur, október 18, 2004

Eftir þessa árshátíð er bekkurinn okkar orðin mun samrýndari ;)
Jæja þá er Árshátíðin búin, hún var nú bara hin ágætasta. Lífið er bara svona flókið, ætli það geri það ekki bara skemmtilegra? Kanski ekki nákvæmlega í mómentinu en eftir einhvern tíman er hægt að hugsa um þetta og hlægja. Þetta er svona atvik eins og þegar ég og Rannveig fóum að grenja út á miðjum sandinum af því að við fengum ekki hádegishléð okkar. Hehe já þetta voru og eru góðir tímar og það verður bara að gera það besta úr þessu ;)

ég kveð að sinni
The Dur

sunnudagur, október 03, 2004

Október er vanmetinn mánuður, ég er viss um að þetta verði góður mánuður! Hún Guðrún mín hélt smá teiti í gær sem heppnaðist bara allvel. Ég ákvað að láta áfengi vera að þessu sinni en ekki voru allir á sama máli.
Í dag var söfnun hjá Rauða krossinum og gaf móðir mín 1000 kr, ætli það sé hægt að sjá bókhald yfir það hvert þessir peningar fara? Þegar ég læt pening í svona get ég verið viss um að þetta fari ekki bara í bensínkostað starfsmanna eða blekhylki í prenntara? Er Rauði krossinn með opið bókhald??

Hlustum á Stephanie says, Lou Reed

Hildur Þóra

föstudagur, október 01, 2004

Bob Marley er fucking snillingur