Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

þriðjudagur, júní 28, 2005

Ég var að skoða síðu mannanafnanefndar sem bannar ótrúlegurstu hugmyndir en ein þeirra var millinafnið Eðvald, þá held ég að hann Jón Eðvald bekkjarbróðir minn sé nú heldur betur í vondum málum og alveg kolólöglegur. Einnig var nafnið Zeppelin bannað sem millinafn. Mér sinnst að það ætti að leggja mannanafnanefd af, þetta er fáránlegt, og hvað með það þó að einhver vilji skíra bannið sitt skratta eða e-ð því um líkt. Barnið getir þá bara breitt þessu þegar hann/hún er orðin eldri ef því er e-ð illa við val foerldra sinna á nafninu. Þetta er óþarfa sóun á bæði tíma og peningum.