Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

föstudagur, júlí 29, 2005

Ég elska sumarið, þetta er frábært. Svo er það bara útskriftarferðin, úfff, þetta verður svo gaman og ég hef ákveðið að missa mig smá, ég ætla að hætt að vera svona stíf og pirrandi ;) Það verður ekkert kjaftæði þarna úti, eins og ég ætla að vera á bíl og þannig bull, onei.

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Það var frekar góður dagur í vinnunni í dag, þrátt fyrir að útvarpið hafi verið eftir heima. Ég var á vappi á Laugarásveginum og er á leið niður í kjallarann hjá einhverju fólki að færa þeim hið göfuða Blaðið sem þýngir töskur mínar um meira en helming! En á leiðinn í kjallarann horfir gamall maður furðulega á mig og þegar ég kem aftur upp stigann þá spyr hann mig vingjarnlega en samt með smá hræðslu hvort ég sé nokkuð draugur, ég neitaði því og spurði hann til baka hvað hefði látið hann halda það, hann sagði að ullarpeysan mín hefði gefið það til kynna. Ég ítrekaði að svo væri ekki og gekk í gegnum hann ;)
Hann var ekki sá eini sem var furðulegur í dag því ég mætti öðrum manni sem var kominn til ára sinna fyrir utan húsið sitt, hann spurði mig hvort hann mætti nokkuð skoða allan póstinn sem ég væri með, líka póstinn sem ætti að fara til nágrannanna. Ég leifið honum að skoða umslagið sem ég hélt á en ekki meira, hann sætti sig við það á endanum og aftur gekk ég mína leið og það sem eftir var gekk þetta nokkuð vel.

Ég kveð
Hildur Þóra
(ath. þessi færsla er gerð í flýti svo það er slatti af stafsetningarvillum, afsakið)