Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Þetta er besta grein Dindils hingað til (Greinin). Svo var ræðukeppni MH vs. MS. MH-ingar unnu og stóðu sig í alla staði betur en andstæðingarnir, reyndar var einn í MH liðinu sem var pínu tæpur, sagði "focking ...." í byrjun hverrar setningar í seinni ræðunni. Dóri var ræðumaður kvöldsins og stóð hann sig með príði.

laugardagur, nóvember 05, 2005


Þetta blogg er tileinkað henni Guðrúnu minni (ath. henni er sama um stafsetningavillur svo þér ætti líka að vera sama) Ég hef mikið verið að hugsa um það hversu heppin ég er að hafa kynnst þessum "sálufélaga" mínum svona snemma. Við kynntumst fyrst vel í 2 eða 3 bekk. En þekktumst nokkuð áður. Það er samt ekkert algengt að maður kynnist svona góðri vinkonu svona snemma. Við eigum svo ótrúlega mikið sameiginlegt og hugsum svo fáranlega líkt. Við höfum nánast eins skoðanir á tilverunni og öllu sem er að gerast í kringum okkur. Ég er samt langt í frá að segja að við séum sami persónuleikinn, því er sko fjarri, en þessir persónuleikar okkar smell-passa bara svo saman. Í dag held ég að það sé ekkert sem geti slitið þetta hjá okkur, ekkert. Guðrún þú ert eðal !!!