
Höfnum stríði þann 19. mars 2005
Sú mótmælahreyfing sem reis í aðdraganda Íraksstríðsins og eftir að það hófst, á sér fáar hliðstæður í stjórnmálasögunni. Þótt stríðið nyti víða um lönd stuðnings stærstu stjórnmálaflokka og mikinn einhliða áróður stjórnvalda í flestum stærstu fjölmiðlum, tóku milljónir þátt í mótmælaaðgerðum um heim allan. Áberandi var hversu mikil þátttaka ungs fólks var í baráttuhreyfingunni gegn Íraksstríðinu. Þess sá meðal annars stað í geysifjölmennum aðgerðum í Lundúnum og fleiri stórborgum vestan hafs og austan.
Friðarhreyfingin er í eðli sínu alþjóðleg og síðustu misserin hefur verið lögð aukin áhersla á að friðarsinnar í ólíkum löndum stilli saman strengi sína og reyni að skipuleggja aðgerðir á sömu dögum - til að hámarka áhrifamátt þeirra. Langt er síðan ákveðið var að laugardagurinn 19. mars skyldi vera slíkur alþjóðlegur baráttudagur.
Friðarsinnar munu safnast saman á Ingólfstorgi kl. 14:00 undir slagorðinu "Höfnum stríði!"
Ég mun því miður ekki mæta á Ingólfstorg, ég mun í staðinn ganga til Bloombergs major og mótmæla hástöfum í Central Park