Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

fimmtudagur, desember 29, 2005


Ég er sammála bróður mínum, mér finnst það sama um fegurðasamkeppnir og hundasýningar. Þetta eru mjög sambærilegar keppnir og báðar jafn furðulegar.

fimmtudagur, desember 22, 2005

Ég hef sætt gagnrýni fyrir það að vilja kanski skýra börnin mín, þ.e. ef ég eignast tvo stráka Brodda og hinn Odd. En ég fann hinsvegar eitt skemmtilegasta nafn sem ég hef séð í íslendingabók áðan og það er nafnið Hörður Mörður Harðarson. Já maður verður að brosa.

miðvikudagur, desember 14, 2005

Próf hafa loks klárast og því fagna ég hér í grænum sófa ömmu minnar ásamt því að Hjámar singja til mín ljúfa texta sem beinast aðeins að mér og eingum nema mér. Ég treð mér út í annað horn sófans, líður samt furðuvel miðað við stærð plássins sem ég hef komið mér fyrir á, veruleikinn hverfur mér hægt en stöðugt. Minn eigin heimur hefur tekur völdin, samt ekki alveg, það er ávallt eitthvað sem heldur mér niðri, ómeðvitað. Mörkin sem raunveruleikinn setur, þetta sífellda taumhald, hefur verið rofið, en samt er líkt og það geti ekki alveg sleppt.