Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

fimmtudagur, október 09, 2003

Ég skil ekki afhverju fólk talar um skattinn sem vondann hlut. Sem dæmi taka þeir ekki nóg af okkur. Það er eins og þetta séu einhverjir tveir menn út í bæ sem fara og kaupa sér bland í poka fyrir skattanna sem við erum að greiða. En því er fjarri, þetta kemur allt til okkar aftur, t.d. í gegnum heilbrygðis og menntakerfið. En því miður er núverandi ríkisstjórn að gersamlega eiðileggja allt þetta með einkavæðingu og þannig helvíti.
Ég þakka "guði" fyrir það að ég bý ekki í bandaríkjunum þar sem einstaklingar hafa ekki efni á menntun og læknishjálp. Það er þess vagna sem ég með glöðu geði greiði mína skatta, á meðan ríkisstjórnin hefur ekki ennþá rústað heilbrygðis og menntakerfinu (þó hún sé byrjuð á því eða byrjuð að leggja grunninn að því).

föstudagur, október 03, 2003

Sona, smá latína fyrir svefninn krakkar, þarf að vakna ferskur á morgun, MR-ví dagurinn og allt....
mammae nani pulchri sunt - brjóst dvergsins eru falleg
mamillae athletae calvi duri sunt - geirvörtur sköllótta glímumannsins eru harðar
Góða nótt grey(j?)in mín, dreymi ykkur fallegt.
Upplýsingarnar sem Hildur færði inn á bloggið fyrr í dag vekja með mér ugg. Ég leyfi mér að efast um lengd þess tíma er ég á eftir að deila með ykkur hér á þessari jörðu.
Nú, er ég helli upp á næturkaffibollann minn og set mig í stellingar fyrir að lesa 30 kafla á Laxdælu í nótt, verður mér hugsað til fróðleiks þess er sögukennari minn deildi með mér í dag... Fyrr á tímum var gekk samkynhneigð undir heitinu "ergi" og voru samkynhneigðir menn sagðir "argir" eða "ragir". Án efa ein ágætasta vitneskja sem ég hef tileinkað mér í sögutíma....

fimmtudagur, október 02, 2003

Ég komst að því í dag að samkvæmt ransóknum þá eru bláir bílar öruggastir en skærir litir ekki öruggir. Þar sem að við eigum neon grænan bíl tel ég mig í hættu.

Ætli strætó sé þá ekki líka óöruggt farartæki?