Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Í gær, laugardag, varhaldið í mínu heimahúsi bekjar teiti. Þetta heppnaðist bara alveg ágætlega og eru flestir frekar sáttir með þennan bekk, en hann gengur undir nafninu 5-R og er hin glæsilegasti. Þegar á leið á kveldið fór hinsvegar sumir að fækka fötum, þá aðalega strákar, og flugu peisur og bolir í allar áttir. Buxurnar héldust þó á fólki mestanpart kvöldsins. Það var ekki fyrr en klukkan 3:30 er fólk var farið úr húsi mínu og í bæin eða heim í bólið. Stuttu eftir að fólkið var farið kom lögreglan, hæun var frekar hress og spuði hissa hvort hér væri partí. Ég sagði að allir væru farnir og hún fór.

Þá er það ekki meira í bili

Hildur Þóra

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Ég er komin heim frá New York og bara hreint út sagt ansi sátt með þá reisu. Þetta var hin glæsilegasta ferð. Ég hef einnig hafið skólagöngu mína í þrettánda sinn. Þettta árið var það MR sem varð fyrir valinu í þriðja skiptið. Góður skóli, ekki satt?
Ég bjóst ekki við að segja þetta en ég sakna smá dönskunnar, ekki kennarans heldur tungumálsins. Ég er örugglega ein á báti á þessari skoðun en hver veit....
Síminn minn er enþá týndur heima hjá mér og ég mun gefa þeim sem kemur heim til mín og finnur hann vegleg fundarlaun. Hann hefur því miður verið týndur í allt sumar. Já og hann heitir Þröskuldur en hingað til hefur ekki dugað að kalla, ég mun því grípa til örþrifaráða.

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Jæja nú styttist óðum í New York ferð og svo er hann Helgi að fara frá okkur, Argentína hefur forgang. Samt eru 11 mánuður ekkert það lengi að líða. Jú kanski smá. Hann hélt nú samt ansi gott kveðjupartí seinasta föstudag. Þetta byrjaði með tómatsúpu og endaði þegar fólk var farið að fækka fötum utandyra og ferðinni heitið í pottinn. Ég ákvað að forða mér og lét mig hverfa eða allavega þar til fólk var farið að átta sig á því hvað það var að gera og koma sér í fötin. Þetta var samt snilldar partí.

Fimmtudagskvöldið var ekki síðra en öðruvísi. Það byrjaði ekki á tómatsúpu heldur rólegri biljard stemningu. Frá Gunnarshollti var svo ferðinni heitið á Hellu barinn þar sem drukknir voru nokkrir öllarar. Nei þetta var ekki nóg fyrir menn svo brunað var á Selfoss. Cafe barinn varð fyrir valinu en þaðan var farið í heimahús. Maður að nafni Böðvar var orðin nokkuð drukkinn og ákvað að klifra stiga og henda sér svo á nýmálaða lista sem voru í bílskúrnum. Húseigandinn var ekki á allt sáttur með atferli mannsins en samkvæmið héllt samt óhikað áfram. Böðvar tók nú á það ráð að vekja menn með ofbeldi og náði sér í gítar og barði einn vinnufélaga sinn til að vekja hann, þetta tókst illa. Hann toppaði svo kvöldið með því að fara inn í bílskúr ná í slökkvitækið og tæma það yfir allan bílskúrinn og herbergi húseiganda. 'Eg og fleiri vorum til fjögur að þrífa upp eftir manninn.

Ég get með sanni sagt að ég kýs frekar nakið fólk utandyra en þetta.

Þetta var fínasta helgi og nú tekur bara seinasta vinnuvika sumarsins við

Hildur Þóra