Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

sunnudagur, október 30, 2005

Ég sit heima upp í sófa og drekk malt í meðal þinku. Það var bara nokkuð gott kvöld í gær, fann mér einn æilega myndarlegan svía, náði reyndar að klúðra því á leiðinni út, reddaði því samt í morgun. Já og svo sá ég leikfimi kennarann minn úr grunnskóla.
Ég fer, skríð undir sæng og vonast til að einhver góðhjartaður komi og færi mér nammi.

sunnudagur, október 23, 2005


Ef Gerpla fær ekki að vera á Faunu-myndinni minni þá fer ég að gráta og hún líka.
Tom Waits er færasti tónlistarmaður sem ég veit um, hann er alveg frábær. Mæli í augnablikinu með Drunk on the moon.
Ég var að velta fyrir mér pælingum fyrrum yfirmanns míns, hann var að tala um "framhjáhald" og réttmæti þess. Hann sagði að það að vilja ekki að maki þinn sofi hjá öðrum eða stundi samneyti við aðra sé ekkert nema eigingirni. Það að heimta að einhver einstaklingur sé aðeins fyrir þig og eingan annan sé ekkert nema bölvuð frekja og að vísveitandi sértu að skerða frelsi maka þíns. Ég er alls ekki sammála þessu, en mér finns samt e-ð til í þessu.

föstudagur, október 21, 2005

Þetta er alveg yndislegt, algjört stuð ding ding ding Bananaphone:

http://gprime.net/flash.php/bananaphone

laugardagur, október 15, 2005
sunnudagur, október 02, 2005

Grænmetisvísur

Þeir sem bara borða kjöt
og bjúgu alla daga
þeir feitir verða og flón af því
og fá svo illt í maga.
En gott er að borða gulrótina,
grófa brauðið, steinseljuna,
krækiber og kartöflur
og kálblöð og hrámeti.
Þá fá allir mettan maga,
menn þá verða alla daga
eins og lömbin ung í haga,
laus við slen og leti.

Sá er fá vill fisk og kjöt
hann frændur sína étur
og maginn sýkist molnar tönn
og melt hann ekki getur.
En gott er að borða gulrótina,
grófa brauðið, steinseljuna,
krækiber og kartöflur
og kálblöð og tómata.
Hann verður sæll og viðmótsljúfur
og vinamargur, heilladrjúgur
og fær heilar, hvítar tennur,
heilsu má ei glata.

Thorbjörn Egner


Þetta er indisleg mynd. Svipirnir eru æðislegir á öllum. Kiddi ekkert smá einbeittur, Ragnar með frábæran svip og ása enþá betri skælbrosandi í bakgrunninum og svo Clint þarna líka. Já og það er verið að hálshöggva Gunna.