Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Ég flæki mig daglega í hurðarhúnum og oft kemur það fyrir að ég losa aðra höndina og þá er hin föst. Ég flæki mig líka í mínum eigin fötum, það er þó ekki eins algengt, dæmi um það er að hægri fótur festist í vinstri skálm, hægri fótur leitar niður á við og dregur þá finstri fót og skálm líka niður og svo fylgir búkur. Þetta endar ávallt með marbeltti. Ég heiri líka oft á dag "Hildur viltu passa þig" (með áhveslu á Viltu), þegar ég geng á húsgögn sem eru fyrir mér. Borð í sömu hæð og mjöðmin á mér eru einn minn versti óvinur.
Hildur Þóra

föstudagur, apríl 14, 2006

Í reiðileysi mínu í prófunum fór ég á síminn.is og athugaði hvort ég væri í símaskránni, ég skrifaði nafnið mitt og þá kom upp einginn er skráður fyrir þessu nafni en meintir þú kanski Hildur Þóra Vigur? Tjah, ég hef ekki oft verið kölluð þetta en það má nú samt reyna. En nei þá var þetta nafn sem mér var boðið upp á að velja og þótti næst mínu eigin nafni ekki heldur til. Ég segi piffff á símann og ætla mér að skrifa langt bréf í víkverja á næstunni.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Ég hef misst alla trú á samborgurum mínum, einn þeirra hefur gerst svo djarfur að taka af mér hjólið, hann var reyndar svo hugulsamur að skilja eftir dekkið og lásinn, en það kemur mér skammt. Hjólið hét því fallega nafni Specialized og var silfurlitað, það var mér líka mjög kært. Þessi tegund er ekki seld hérna heima, þannig ef einhver sér þennan glæsivagn, lát mig vita og honum mun vera ríkulega launað.