Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

mánudagur, júlí 28, 2008


Það er svo gott að vera í fríi !!! Ég fór á sjóinn í vikunni og við fylltum rúmlega eitt og hálft kar af þorski. Ég sótti líka um að fara á torfhleðslunámskeið í september og ég vona að það verði af því. Núna sit ég með kalda stellu á frakkarstígnum, hlusta á thriller og les Hellahandbókina. Sumarið er gott, áberandi betra en veturinn.

laugardagur, júlí 19, 2008

Ég hef tvisvar byrjað á bloggfærslu og svo í miðjum klíðum rifið tölvuna óvart úr sambandi og allt týnst.

Sumir eru merkilegri en aðrir. Í kvöld sat ég meðal fólks sem mér þykir falla í hóp með merkilegu fólki. Það var afmæli Vilborgar Dagbjartsdóttur, sem er með skemmtilegri konum sem ég þekki. Meðal gesta var Guðbergur Bergsson og vinur hans Salinas. Þar var líka Jón Ásgeirsson sem samdi lagið við eitt af mínum uppáhalds lögum, Maistjarnan. Það er oft gaman að halda bara kjafti og hlust á góðar samræður án þess að taka þátt í þeim.

En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar einíngarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.