Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

fimmtudagur, mars 25, 2004

Ég fór í stærðfræðipróf í dag líkt og annan hvern fimmtudag og það gekk ömurlega. Svo þegar ég var að fara í strætó fattaði ég að ég var án strætómiða en Bragi reddaði mér, þegar í strætóinn var komið settist ég inn og bílstjórinn var með miðstöðina á fullu, ofnarnir voru heitari en allt, þegar leið svo á ferðina settist strákur fyrir framan mig sem hafði misst sig þegar hann var að setja á sig rakspýra og strætóinn angaði allur (samanber þegar strákarnir í bekknum eru búnir í leikfimi nema aðeins verr). Jæja maður komst samt heim á endanum og liktaði líkt og flestir í strætónum af rakspýra. Hún Guðrún gæskan er nú að rölta um í Ungverjalandi og innan fárra tíma mun ég vera að rölta um á Ítalú(en ekki þú múhahaha.

Yfirlýsing dagsins er úr framtíðinni: Borgó vinnur í Gettu Betur

mánudagur, mars 15, 2004

Ég, Helgi, Humi og Rakel fórum í ísbíltúr áðan og konan hennti c.a. 5 lítrum af ís áður en hún lét okkur fá okkkar ís. En ég hef ekkert að segja svo ég veit ekkert af hverju ég er að blogga. Bæjó

Yfirsýsing dagsins er: Jóel stærðfræðikennari er með linsur
Ég fór í Óperuna í dag að sjá Brúðkaup Fígarós, þetta var alveg mjög flott sýning. En þess má geta að Bjarni (bjútí), Anna enskukennari og Inga Hrund tölvufræðikennari voru öll á þessarr sýningu. Það eru þrír dagar í afmæli mitt og Ragnars. Ég var að pæla í því að hafa smá kaffiboð heima hjá mér en ekkert er ákveðið með aftaninn. Ég er farinn að sofa, bæjó.

Leiðbening dagsins er: Ég ætla að breita leiðbeningu dagsins í Yfirlýsingu dagsins

laugardagur, mars 13, 2004

Hvar á maður að byrja, já það er spurning. Gærkvöldið var alveg frábært og er það Spilabandinu Runólfi að þakka. Þeir stóðu sig eins og hetjur, voru alveg magnaðir í alla staði og mun betri en sigapor sling (ekki viss hvernig þetta er skrifað). Eftir þessa snildar tónleika,gengum við Helgi og Dóri á vit ævintýranna en ferðinnni var heitið heim á leið. Ferðir okkar skildu þegar leiðin var u.þ.b. hálfnuð og gekk ég áfarm. Ég lenti í ömurlegri mýri og varð öll blaut á fótunum og rétt eftir það mætti ég fm fólki frá Selfossi sem var í leit að Kringlunni. Ég af einskærri góðmennsku minni vísaði þeim til vegar og vona ég að þau hafi skilað sér án mikilla skakkafalla (ekki heldur viss hvernig þetta er skrifað). En nóg í bili, takk í dag.

Leiðbening dagsins er: Ekki borða með gips(þetta er hins vegar rétt skrifað skv. orðabók)

fimmtudagur, mars 11, 2004

Ég eins og fleiri fékk boð í fermingaveislu nú um daginn og ég hef aldrei orðið jafn pirruð og er ég las boðskortið, ég ætla skrifa hér hvað stóð:

Mér þætti robboðslega vænt um að sjá ykkur skælbrosandi heima hjá mér að japla á kökum og sötra kaffi. Krúttkveðja.

Þetta sýnir hver þroski barnanna sem er að ferma sig er. Þau eru varla skrifandi þetta fólk og hvað þá tilbúin að ákveða hvaða trú sína til frambúðar. Ég ætla að fara að læra stærðstæði og kveð í bili.

Leiðbening dagsins er : Farðu á Grandrokk á föstudaginn

miðvikudagur, mars 10, 2004

Ég er búin að mála herbergið mitt. Ég ætla eins og oftar að hafa þetta í styttri kanntinum þar sem ég þarf að fara að tía mig í bólið. En mér finnst vert að minnast þess að í gær þegar duglega ritstjórn Loka var að safna auglýsingum sá Sverrir nokkra skemmtilega málshætti: Þegar Abraham kemur fer Sara að dansa og hinn var á þessa leið Þegar or flýgur geta tíu hestar ekki náð því. Já svona er heimurinn lesandi góðuir. Ég vil þakka Helga og Dóra fyrir að beygja nafnið mitt. Ég skora á ykkur drengir að beygja það fleirtölu.

Nf. Rudlih
Þf. Idlih
þgf. Idlih
Ef. Radlih

Leiðbenig dagsins er: Ekki reyna að þvo lakk með vatni

laugardagur, mars 06, 2004

Já þá er maður komin heim úr afmælinu og ferðinni er heitið til Nínu að baka kökur og borða nammi með stelpunim úr bekknum. Ég vil þakka Helga fyrir að setja mig inn á klikkið og met það mikils en þetta með yfirlýsingarnar var ekki eins skemmtilegt að heyra. Ha hefurðu ekkert verið að hlusta á mig??? "Hef ákveðið að byrja að hlusta með athygli á það sem Hildur bekkjarsystir mín segir... a.m.k hluta þess sem hún segir." Ég er ekki sátt.
Enég er farin til Nínu bæjó
Ah mamma var að kalla og segja mér að koma og ég sem var að fara að segja ykkur frá tilgangi heimsins en það serður að bíða, ég klára þetta á eftir

föstudagur, mars 05, 2004

Hæhæ Hildur hér, ég er upp í vinnu hjá henni móður minni að bíða eftir að hún sé búin því að ferðinni er heitið í Húsasmiðjuna til að kaupa málingu. Planið er að mála herbergið brúnt og svona beis/krem litað, ég held að þetta eigi eftir að koma alveg þokkalega út þá að foreldrar mínir hafi ekki mikla trú að þessu. Ég þarf að fara í bili mútta þar að komast í tölvuna.

Leiðbening dagsin er: Forðastu allt sem byrjar á R

þriðjudagur, mars 02, 2004

Mig dreymdi ansi skemmtilegan draum í nótt, sko Jóel sem kennir okkur stærðfræði var að leggja mig í einelti með því að elta mig niður í Kösu og pirra mig þegar ég var að kaupa mér nammi í nammi-vélinni og svo bannaði hann mér að fara úr tíma til að fara á klósettið og svoleiðis. Ok þetta virðist kanski ekkert svo óurlegt en þetta var í raun einskonar martröð

Leiðbening dagsins er: Ekki treysta Ingu tölvufræði kennari og líffræðingi, hún heldur því fram að maðurinn sé ekki nógu líffræðilegur!!
Það er skemtileg frétt á vef nemendafélags Borgarholtsskóla, en þar er sagt frá fyrrum formanni félagsins en hann stal 600.000 kr úr nemendasjóðinum í byrjun skólaársinsHér er fréttin