Danke sjun
sunnudagur, september 28, 2003
Hæ hæ ég hef verið að reyna að breyta útlitinu hérna á síðunni en get með engu móti fundið út hvar ég get breytt um bakgrunn ef þið gæskurnar vitið hvar þá megið þið hafa samband.
Danke sjun
Danke sjun
þriðjudagur, september 23, 2003
Ég vil óska pabba samskrifara míns Guðrúnar Elsu til hamingju með afmælið. Hins vegar efa ég það að hann líti inn á þessa síðu svo að Guðrún þú skilar þessu áleiðis. Og þar sem að ég er á leiðinni í afmælið get ég líka skilað þessu.
mánudagur, september 22, 2003
Hér eru fínar myndir að Busaballi MR.
sunnudagur, september 21, 2003
Orðið Mörður þvoli ég bara als ekki og finnst mér miður að sjá það notað hét á þessu bloggi. Það er beinlínis ljótt, ofnotað og gersamlega í alla staði ömurlegt orð. Ég mótmæli og vil að þetta orð sé aldrei aftur notað á þessari síðu. Veto Veto
laugardagur, september 20, 2003
Ég sá forsíðuna á DV fyrr í vikunni og sá að lýst hefur verið eftir íslendingi nokkrum, Ólafi Braga Bragasyni, dópsala, smyglara o.s.frv. úti í hinum stóra heimi. Þetta þótti mér einkar skemmtileg staðreynd þar sem stóri bróðir minn heitir einmitt Ólafur Bragason... Auðvitað fylltist ég strax nokkurri tortryggni í garð hans..... Hann ferðast eins og mörður í augnablikinu, alltaf í e-u mastersnámi og svo doctorsnámi og e-ð, hver veit, kanski er hann maðurinn á myndinni án gleraugnanna.
miðvikudagur, september 17, 2003
Annars hefur verið nóg að gera, þá aðallega á sviði tónlistar.... Kennarinn minn er farin að tala um "fötlun" mína í hverjum einasta tíma, virkilega, hún talar ekki lengur um tónfræði, heldur FÖTLUN! Það særir mig....
Vá... Ég hef ekki komið hingað í þónokkurn tíma, en það yljar mér um hjartarætur að sjá að Hildur hefur látið gamminn geisa sem aldrei fyrr....
í dag var ég spurð hvort ég væri vinstri sinnuð og því svaraði ég auðvitað játandi. En sá er mig spurði sagði þá "Þá hef ég bara tvö orð að segja við þig Æ ,Æ". Hann var sem sé hægri sinnaður. Mér blöskraði mjög ekki vegna þess að hann er illa upplýstur um pólitík hedur orðaval hans. Ég ákvað að fletta upp í orðabók og komst að því að Æ er ekki orð nema í orðasambandinu sí og æ. Og efa ég það að hann hafi verið að tala um það. Næst þegar hann Æjar á okkur vinstri menn vona ég að hann noti annað orðalag t.d. "Þá hef ég bara tvo bókstaði að segja þér Æ,Æ" Auðvitað mæli ég með fjölbreyttu orðavali eins og hann gæti notað aðra bókstafi en Æ.
Rudlihn
Rudlihn
laugardagur, september 13, 2003
Ég vil benda ykkur gæskurnar á það að Lilja er komin með blogg og endilega kíkið á það.
föstudagur, september 12, 2003
Og talandi um trúarbrögð, þá var ég í tíma í dag og sögukennanrinn minntist á að það var eitt sinn fjölskilda sem trúði á hesta skauf og á meðan það hélt á skaufanum þuldi það vísur og lét skaufann ganga á milli fjölskildumeðlima.
Ég var í strætó áðan og mér til mikils ama var bílstjótinn með stillt á kristilegu útvarpsstöðina. Ekki bara þannig að hann einn heyrði heldur allur strætóinn. Þessi bílstjóri má hafa sína trú en það er ekki hans að neyða mig sem hef ekki annarra völ heldur en að nota þessi samgöngutæki við ferðir mínar að hlusta á þessa stöð.
Ég er trúlaus manneskja og virði skoðannir fólks um að stunda sína eigin trú á meðan það skaðar eingann og því er ekki troðið upp á mann.
Ég er trúlaus manneskja og virði skoðannir fólks um að stunda sína eigin trú á meðan það skaðar eingann og því er ekki troðið upp á mann.
Ég hef orðið fyrir mikklu áfalli og tel mig þurfa áfallahjálp, ég komst ekki inn á fm 957 síðuna, Ég á erfitt með andardrátt og ég er með svima oggggggggg ..........
Fór á opnun listafélagsins í gærkveldi... Einstaklega nettar hljómsveitir, Ragnheiður Gröndal og co. til fyrirmyndar og Danni og Dixielanddvergarnir klikka nú ekki. Var samt ekkert sérstaklega hrifin af þýska fjöldasöngnum, þó ágætur miðað við Christinu Aguileru lagið sem er að flæða úr útvarpstæki Hildar einmitt þessa stundina....
Er að fara í erfiðasta tíma vikunnar: síðasta tíma á föstudegi. Á erfitt með að hafa stjórn á skapi mínu og tilfinningum. Gæti talist hættuleg.
Hellti jógúrt á buxurnar mínar í skólanum í dag, sé þó ekki fram á að þurfa að þrífa þær, verslunarferð plönuð á morgun. (Sem er reyndar mjög gott þar sem ég hef aldrei þrifið flík á æfi minni og væri því líklegast ekki fær um það.)
Í dag minnti enskukennarinn minn mig á Gollum í The Hobbit. Ég hef aldrei áður verið hrædd við kennarann minn.
fimmtudagur, september 11, 2003
Diss vikunnar: Píanókennarinn minn upplýsti mig um það að tónfræðileg vanþekking mín mætti á þessu stigi teljast til fötlunnar.
Gerði tilraun í dag. Niðurstaða: Cheerios, harðfiskur og heil kanna af kaffi passa ekki vel saman er neytt er með miklum hraða og óðakappi.
Það má reyndar einnig segja um dönskukunnáttu mína. Djöfulsins próf alltaf hreint... Þau hafa virkilega niðurdrepandi og ómannúðleg áhrif á mannskepnuna. Ekki það að ég hafi haft e-ð annað að gera í kveld....
miðvikudagur, september 10, 2003
Ég á erfitt með að einbeita mér að bókunum í dag. Kanski ætti ég að einbeita mér að því að móta mér heilsteypta skoðun á hrefnuveiðum í stað annars stigs jafna.
Ráðist var á sænska utanríkisráðherrann í dag og hún stungin. Ætli Halldór sleppi hendinni á bílstjóranum sínum í dag?
Tiltölulega gleðilegur dagur. Hellti reyndar kaffi á náttbolinn minn og komst að því að ég á ekki aðeins afmæli í miðjum jólaprófunum, heldur líka á mánudegi. Súrt.
Á föstudaginn verður næstum því föstudagurinn þrettándi.
Ég held því fram að dagatalið sé hannað þannig að það sé aldrei föstudagurinn 13.
í nóvember er 13 á fimmtudegi sem er næstum því föstudagur og í desember er 13 á laugardegi sem líka er næstum því föstudagur.
Ég held því fram að dagatalið sé hannað þannig að það sé aldrei föstudagurinn 13.
í nóvember er 13 á fimmtudegi sem er næstum því föstudagur og í desember er 13 á laugardegi sem líka er næstum því föstudagur.
Já og varðandi umræðuna hér á undan þá er fatlað fólk líka alltaf í flíspeysum. Það bregst bara ekki að ef þú sér fatlaða manneskju þá er hún í grænni eða rauðri flíspeysu og með poka sem stendur á handunnin kerti á okurverði.
Í skólanum í dag talaði Ármann hljóðfræðitöffari um tilfiningalegt klám í mynningargreinum og Vilhelmína um að það væri mönnum eðlislegt að sjúga.
Langar mig að mæla alveg sérstaklega með lestri þessarar bókar, hún er ekki aðeins fræðandi, heldur einnig hin bezta skemmtun.
Eftirfarandi texta er að finna í "Íslensku kynlífsbókinni" eftir Óttar Guðmundsson lækni: Maður á Suðurnesjum, Tómas Pálsson, var dæmdur árið 1590 fyrir að hafa lánað konu sína einum kunningja sinna, Þorgeiri leikara. Tómasi voru dæmd 12 vandarhögg og mark með heitu járni á enni milli augna fyrir konulánið. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa lagst við brjóst konu sinnar og sogið það ásamt barni þeirra. Menn vissu ekki hvernig dæma skyldi í slíku máli en ákveðið var að vísa því til alþingisdóms ef sannað yrði með vitnun að hann hefði lagst við brjóstið.
Ég var að átta mig á því að ég á eftir að kynna mig. Vil ég biðjast velvirðingar á því. Ég heiti Guðrún Elsa Bragadóttir, nemandi að Menntaskólanum í Reykjavík, upprennandi snillingur.
Ég og Hildur áttum í mjög svo djúpum samræðum fyrr í kvöld, (telst það þó alls ekki óvenjulegt, enda erum við báðar einstaklega skarpar og djúpt þenkjandi manneskjur). Veltum við fyrir okkur, án þess að komast að fyllilega viðsættanlegri niðurstöðu þó, af hverju fatlað fólk fæst svo mikið við kertagerð. Af hverju kerti?
Gott kvöld gott fólk. Það er mér mikil ánægja að byrja nú loks að tjá mig á þessu afbragðs "bloggi" er samstarfsmaður minn Hildur (rudlih) hefur hér komið upp. Verð ég þó að vara samviskusamlega við því að lesa þær hugrenningar er ég festi hér á tölvuskjá, mættu þær ef til vill teljast óviðeigandi með öllu og varla við hæfi flestra. Verð ég þar að kenna hinum ýmissu geðkvillum og andlegum misbrestum um. Þakka ykkur fyrir.
þriðjudagur, september 09, 2003
Hæ hæ þetta er Hildur
Ég er bara að athuga hvort að þetta virki ekki alveg örugglega en ég og Guðrún ætlum að prófa að blogga eitthvað en við sjáum til hvernig það gengur.
Ég er bara að athuga hvort að þetta virki ekki alveg örugglega en ég og Guðrún ætlum að prófa að blogga eitthvað en við sjáum til hvernig það gengur.