Sá er borðar fisk og kjöt hann frændur sína étur

Láttu kjurt

sunnudagur, febrúar 29, 2004

Ég frétti að það hefði verið allt vaðandi í fallegu fólki á MH árshátíðinni, svo maður fer að hugsa sig um hvort að það væri nokkuð vittlaust að vera umlukin fallegu fólki fimm daga vikinnar. Nei ég held samt ekki maður sættir sig við þetta MR pakk í tvö og hálft á í viðbót.
Ég breitti herberginu mínu í gær og Gerpla mótmælti mikið, hún neitaði að sofa inni hjá mér en ég held að hún sé aðeins að róast núna þar sem hún fékk að borða ost upp í rúmminu mínu áðan.

Leiðbening dagsins er: Ekki borða kusk

föstudagur, febrúar 27, 2004

Árshátíð MH inga er einmitt núna í gangi og ég ýminda mér að dreddarnir tveir séu að skemmta sér vel, ásamt fleirum. Ég held að ég geti hér með eignað mér þetta blogg þar sem Guðrún er ekki að taka við sér eftir ítrekaðar tilraunir til að fá hana til að byrja að skrifa. Já á meðan ég man Helgi ég er ekki enn komin klikkinn hægramegin á síðunni ykkar, ef ekkert gerist til ég mig neidda til þess að taka þig út af mínu klikki.
Ég tók til í skrifborðinu mínu í dag og ofaní skúffunni fann ég ljóð sem Guðrún samdi í tíunda bekk eða e-ð þar um kring:

Ásin kom okkur saman
ástin lifði innra með okkur
lífið gerði hún gaman
og notaður var smokkur
Er ástin okkar dofnaði
vildi ég bara deyja
ég lagðist niður og sofnaði
og hafði ekkert að segja.

Leiðbening dagsins er: Ekki setja vaselín upp í nefði á þér nema nauðsin krefji

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Ég var að koma úr kveðjupartíi hjá Brodda bróður mínum þar sem hann mun senn svífa á vit ævintýranna eða með öðrum orðum til New York. Já hann er að fara frá mér :( Í þessu "partíi" var einmitt gamli leikfimiskennarinn minn úr grunnskóla þetta var frekar findið að sitja þarna og drekka með honum en það hafðist. Ég ætla að fara að skríða upp í rúmm svo við heyrumst. En fyrir þá sem þekkja mig vel er vert að minnast á að ég var að frétta að eitt af mínum stærstu gömlu "skotum" er komið með kærustu. En nóg um það ég segi þá bara góða nótt

Durin(n)

Leiðbening dagsins er: Ekki flytja til New York og fara frá mér

mánudagur, febrúar 23, 2004

Já en nú er hinsvegar Mánudagur, og ég er við það að missa röddina. Ég ætlað bara að hafa þetta stutt því það er efnafræðipróf á morgun svo við heyrumst bara.

Leiðbening dagsins er: Gerðu alltaf það sem ég segi, því ég hef alltaf rétt fyrir mér
Helvítis klukka það er sko enn sunnudagur
Leiðbening dagsins er: Styðjum Braga og mótmælum (segi betur frá þessu í næsta bloggi)

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Já ég bara verð að segja ykkur frá þessu, ég var á leiðinni heim frá Gunnu í kvöld og mætti c.a. 20 strákum öllum berum að ofan koma hlaupandi á móti mér. 'Eg er ekki viss um hvort ég sé með réttu ráði. En ég hef ekki neitt meira að segja vonandi verður ekki næsta blogg skrifað á almenningstölvu inn á Kleppi ?? Það kemur þá bara í ljós, en takk í dag kæru vinir og vandamenn, legg til að þið þrístið á Guðrúnu mína að fara að læra á lykklaborðið og byrja að skrifa.

Durin(n)

laugardagur, febrúar 21, 2004

Já komið þið sæl kæra fólk ég mæli með að fólk trítli niður í bæ og líti aðeins um eða fari á Kjarvalstaði það sem eru Barcelona dagar, en ekki fara samt núna því það er lokað, ég mætti þar c.a. 17 og þá var mér hennt út sem er ekki gott fyrir vinsældir mínar :) En það er opið á morgun frá 10 - 17.

Leiðbening dagsins: Ekki fella mömmu þína

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Ég er veik :( En það kemur ekkert í veg fyrir að ég skrifi á bloggið mitt (okkar). Ég ætlað hins vegar að hafa þetta stutt, en ekki má gleyma leiðbeningunni

Leiðbening dagsins er: Græni kallinn í gangbrautarljósinu er vinur þinn

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Ég er farin að sakna tímavélarinnar hans Ármanns hún hefur ekkert verið upp á síðkastið :(

Leiðbening dagsins er: Farðu fyrst í vinstri sokkinn og þá mun þér vegna vel
Já ég hef tekið eftir því að fólk er ekkert sérstaklega áhugasamt um msnið mitt þar sem enignn hefur bætt mér inn á það :( En ég kemst yfir það.
Ég held að Ármaðurinn sé ekkert sérlega glaður þessa daganna, hann hefur verið í frekar vondu sakpi eða allavega ekki upp á sitt besta. Þyri er eins og venja að standa sig með prýði og er ég viss um að Helgi taki undir það (smá kaldhæðini fyrir þá sem þekkja Þyrí ekki persónulega). Já svona er lífið. Ég ætlað að fara aða stúdera heimspeki, í frítíma mínum og hún getur verið áhugamálið mitt þar sem ég á ekkert sérstakt.
En nóg um það ég ætla að kveðja að sinni og vona að Guðrún gæskan fara að höndla internetið.

Leiðbening dagsins er: Ekki slást við sófann þinn

mánudagur, febrúar 16, 2004

Halló halló, núna byrjar maður bara af krafti að blogga, en ég er því miður ekki enn búina að komast að því hvernig maður gerir svona (Edit me), þannig að maður komist inn á önnur blogg. En þetta kemur allt saman.

Já og fyrir áhugasama þá er msnið mitt rudlih@hotmail.com

Já og eitt í viðbót þá verð ég að lýsa vanþóknun minni á því að litla systir Helga sé að reyna að stela nafninu mínu sem er Rudlih. Ég hvet alla nær og fjær til að kalla hana aldrei framar því nafni. Her eru nokrar ástæður fyrir því afhverju ég á að heita Rudlih en ekki hún

1. Ég er stærri
2. Ég er sterkari
3. Ég er eldri
4. Ég er frekari og af því leiðir að ég fæ allt sem ég vil
5. Ég heiti bara Rudlih og það getur enginn breytt því

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Ég mæli með að þið horfið á sjónvarpið í kveld því mynd Helga Hóseassonar er sýnd, held ég kl:8
Já góðan daginn, og ég ætla að bjóða sjálfa mig velkomna aftur:)
Árshátíð okkar mringa er nú að baki og við tekur alvara lífsins. Eftir frekar rólega helgi sem hefur staðið frá miðvikudags eftirmiðdegi er kominn sunnudagur og þá fer maður að átta sig á því að það er e-ð að læra heima. Ég er einmitt núna að vinna í efnafræði skýrslu sem átti að vera búið að skila en...
Ég vil benda á að myndir af Árshátíðinni er að finna á rugl.is og einnig á mörgum öðrum síðum.